Erlent

Krefjast þess að Johnston verði sleppt

Starfsmenn BBC á svæðinu tóku þátt í mótmælunum á Gasa í dag.
Starfsmenn BBC á svæðinu tóku þátt í mótmælunum á Gasa í dag. MYND/AP

Palestínskir blaðamenn komu saman fyrir utan þingshúsið í Gasaborg í dag til þess að krefjast þess að fréttamanni BBC, Alan Johnston, yrði sleppt en talið er að vopnaðir byssumenn hafi rænt honum í borginni á mánudag. Síðan þá hefur ekkert spurst til hans.

Enginn herskár hópur á palestínsku heimastjórnarsvæðunum hefur sagst hafa Johnston í haldi en hann hefur starfað á Gasa í um þrjú ár. BBC hefur ekki getað staðfest að Johnston hafi verið rænt en hefur óskað eftir upplýsingum um það hvar hann geti verið niðurkominn. Johnston er ekki fyrsti blaðamaðurinn sem rænt hefur verið á Gasasvæðinu en hingað til hefur Vesturlandabúum sem rænt hefur verið, verið sleppt ómeiddum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×