Erlent

Mona Sahlin kosin formaður sænskra jafnaðarmanna í dag

MYND/AP

Mona Sahlin verður valinn formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð á aukaflokksþingi í dag, fyrst kvenna í 118 ára sögu flokksins. Meðal heiðursgesta á þinginu er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Sahlin hefur verið nokkuð umdeild en hún sagði af sér sem ráðherra árið 1995 eftir að upp komst að hún hefði notað opinbert greiðslukort til einkaneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×