Erlent

Sluppu úr bresku fangelsi í Írak

Getty Images

Ellefu fangar hafa sloppið úr fangelsum sem Bretar reka í íröksku borginni Basra. Tíu þeirra skiptu um föt við gesti sína í fangelsinu í vikunni og gengu út í þeirra stað. Ekki var tekið eftir því að þeir væru sloppnir fyrr en í dag. Allir þessir fangar hafa setið í herfangelsinu í tvö ár. Þúsundum Íraka er haldið í breskum og bandarískum fangelsum víðsvegar um Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×