Erlent

25 milljónir dollara ef þú þekkir lausn

AP

Ef þú kannt lausn á vandanum sem er losun koltvísýrings út í andrúmsloftið getur þú unnið þér inn 25 milljónir bandaríkjadala. Það eru auðjöfurinn Richard Branson eigandi Virgin-flugfélagsins og Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem standa fyrir samkeppni um leiðir til að minnka umtalsvert magn koltvísýrings í andrúmslofti.

Branson sagði þegar þeir félagar kynntu samkeppnina í morgun að þetta væri stærsta vandamálið sem mannkyn stæði frammi fyrir. „Jörðin getur ekki beðið í 60 ár", sagði hann á blaðamannafundi. „Ég vil framtíð fyrir börnin mín og barnabörn. Klukkan tifar".

Þeir sem sitja í dómnenfd samkeppninnar eru James Hansen yfirmaður geimrannsóknunarstofnunar NASA, James Lovelock er fann upp Gaia-kenninguna, umhverfissérfræðingurinn Crispin Tickell og ástralski umhverfisverndarsinninn Tim Flannery.

Leitað er leiðar til að minnka útblástur koltvísýrings um billjón tonn á ári. Al Gore segir það verða til marks um siðferðisvitund mannkyns hvort það takist að sýna fólki fram á vandann sem við blasir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×