Erlent

Börn sjá klám á netinu

Nærri sex af hverjum tíu breskum börnum hafa fyrir slysni rambað inn á klámsíður á netinu. Prófessor í geðlækningum við London School of Economics sem gerði rannsókn með þessum niðurstöðum segir engan sýnilegan árangur af forritum og netvörnum sem eiga að sía út óæskilegt efni. Yngstu börnin sem sögðust hafa séð klám á netinu í rannsókninni eru níu ára gömul.

Í nýlegri könnun kemur fram að 42% bandarískra barna á aldrinum 10-17 ára hafi séð klám á netinu, og 66% þeirra hafi þó ekki verið að reyna að finna klám. Þetta kemur fram á vefsíðu Daily Telegraph.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×