Erlent

Heimsóknin talin tímamót

Heimsókn utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchners, til Íraks er talin marka tímamót í samskiptum Frakklands og Bandaríkjanna. Ráðherrann kom til Íraks í gær.

Talið er að með heimsókninni séu Frakkar að sýna Írökum samhug og stuðning auk þess sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti vilji bæta tengslin við Bandaríkin.

Frakkland og Bandaríkin hafa átt í áralöngum deilum eftir innrásina í Írak árið 2003, en Chirac Frakklandsforseti neitaði að taka þátt í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×