Erlent

Gleymdu að spenna beltin og voru handteknir

Mennirnir rændu hljómflutningsgræjum og flatskjá.
Mennirnir rændu hljómflutningsgræjum og flatskjá. MYND/365

Það getur margborgað sig að spenna bílbeltin áður en keyrt er af stað og ekki þá bara með tilliti til öryggis. Að þessu komust tveir danskir þjófar í nótt. Mennirnir voru að koma úr ránsferð í bænum Hvidovre í Danmörku þegar lögreglan stöðvaði þá fyrir að vera ekki með spennt belti.

Þegar lögreglan rannsakaði bíl mannanna fann hún flatskjá og hljómflutningsgræjur sem mennirnir höfðu stolið fyrr um nóttina. Þeir voru handteknir á staðnum og færðir í fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×