Erlent

Rafmagnslaust í Osló

Miðborg Oslóar varð rafmagnslaus í morgun.
Miðborg Oslóar varð rafmagnslaus í morgun. MYND/Fréttablaðið

Rafmagn fór af fjórðungi Oslóborgar, höfuðborg Noregs, í morgun eftir að byggingakrani sleit háspennulínu í sundur. Öll miðborg Oslóar varð rafmagnslaus og þá féllu lestarferðir niður.

Samkvæmt vefútgáfu norska dagblaðsins Aftenposten hefur rafmagnsleysið valdið miklum töfum á lestarferðum í borginni. Þá hafa ferðir sporvagna nánast legið niðri en hægt hefur verið keyra suma takmarkað áfram á þar til gerðum batteríum.

Búið er að gera við háspennulínuna og er rafmagn komið aftur á flesta staði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×