Erlent

Þrír handteknir fyrir nauðgun

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir aðfaranótt laugardags vegna gruns um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku á hrottafenginn hátt í bænum Linköping í Svíþjóð.

Nauðgunin átti sér stað í íbúð í bænum aðfaranótt föstudags og kærði stúlkan hana til lögreglu strax um morguninn að því er fram kemur í sænska dagblaðinu Aftonbladet. Eftirgrennslan lögreglunnar leiddi til handtöku og eru þeir allir grunaðir um að hafa beitt stúlkuna ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×