Erlent

Ákærum vegna Abu Ghraib vísað frá

Steven L. Jordan
Steven L. Jordan

Tveimur ákærum á hendur yfirmanns í bandaríska hernum vegna atburðanna í Abu Ghraib var vísað frá í dag. Myndir sem birtust af illri meðferð á föngum í fangelsinu árið 2003 vöktu mikinn óhug.

Ákærurnar sneru að því hvort Steven L. Jordan hefði logið að yfirmanni sínum um málið. Þær þurfti að fella niður þegar upp komst að Jordan voru ekki kynnt réttindi áður en hann var yfirheyrður vegna málsins.

Hann á enn yfir höfði sér fjórar aðrar ákærur, fyrir að óhlýðnast skipunum og fyrir illa meðferð á föngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×