Erlent

Lögreglan í Afganistan frelsar þýskan gísl

Mannræningjar sendu út myndband í gær.
Mannræningjar sendu út myndband í gær. MYND/Stöð 2

Afganska lögreglan náði í morgun að frelsa þýska konu sem rænt var á veitingastað í Kabúl, höfuðborg landsins, í gær. Mannræningjar konunnar voru handteknir þegar lögreglan gerði húsleit á heimili í úthverfi borgarinnar.Konan, sem er starfsmaður kristilegra hjálparsamtaka, er fyrsti útlendingurinn er rænt í Kabúl í meira en tvö ár.

Fyrr í gær höfðu mannræningjar sent út myndband af konunni þar sem hún var klædd í slæðu og kröfðust þess að stjórnvöld slepptu föngum. Að sögn talsmanns þýska utanríkisráðuneytisins er konan ómeidd og dvelur hún nú í þýska sendiráðinu í Kabúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×