Erlent

Með öll þingsætin í landinu

Nursultan Nazarbayev
Nursultan Nazarbayev

Flokkur Nursultans Nazarbayevs, forseta Kasakstan, fékk öll þingsætin í þingkosningunum samkvæmt útgönguspám. Kosningarnar voru haldnar á laugardaginn. Enginn annar flokkur fékk þau sjö prósent sem til þarf til að fá þingsæti.

Eftirlitsmenn frá alþjóðlegum samtökum segja að framkvæmd kosninganna hafi verið gölluð en sýni þó að landið sé að mjakast í lýðræðisátt. Nazarbayev, sem hefur verið forseti síðan árið 1989, var búinn að lofa því að ekki yrði svindlað í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×