Erlent

510 látnir eftir skjálftann í Perú

Hjúkrunarfólk hlúir að litlum dreng sem slasaðist í skjálftanum.
Hjúkrunarfólk hlúir að litlum dreng sem slasaðist í skjálftanum. MYND/AP

Alan Garcia, forseti Perús, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir öflugan jarðskjálfta í fyrradag þar sem hundruð manna létust. Tala látinna eftir að jarðskjálfti sem var átta á Richter-kvarða skók Perú um kvöldmatarleitið í fyrradag er nú komin í 510 að sögn yfirmanns slökkviliðsins í Perú.

Björgunarmenn vinna enn að því að bjarga fólki úr rústum húsa í bænum Pisco og nágrannabæjum um tvö hundruð kílómetra suðvestur af höfuðborginni Lima. Líkhús eru yfirfull og borgarstjórinn í Pisco, Juan Mendoza, segir lík liggja eins og hráviði um göturnar. Nú er vetur í Perú, og kveikir fólk elda á heimilum sínum til að halda á sér hita, en að sögn borgarstjórans er borgin enn myrkvuð og vatnslaus.

Margareta Wahlstrom, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, á svæðinu segir líklegt að dánartala hækki, en allt að 80 % húsa á svæðinu jöfnuðust við jörðu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×