Erlent

Meðlim Rauðu herdeildarinnar sleppt úr fangelsi

Rauða herdeildin stóð á bak við margar hryðjuverkaárásir í Þýskalandi.
Rauða herdeildin stóð á bak við margar hryðjuverkaárásir í Þýskalandi. MYND/AFP

Dómstóll í Frankfurt í Þýskalandi hefur ákveðið að sleppa Evu Haule, fyrrverandi meðlim Rauðu herdeildarinnar, úr fangelsi. Eva var dæmd í lífstíðar fangelsi árið 1994 fyrir þrjú morð og 23 morðtilraunir vegna sprengjuárásar á bandaríska herstöð í Frankfurt.

Eva Haula var á tímabili einn mest eftirlýsti meðlimur Rauðu herdeildarinnar í Þýskalandi og háttsettasta konan innan hryðjuverkasamtakanna. Hún var handtekin á kaffihúsi í bænum Rüsselsheim í Þýskalandi árið 1986. Alls hefur hún því setið í fangelsi í 21 ár.

Samkvæmt úrskurði dómstólsins í Frankfurt þykir Eva, sem er 53 ára gömul, ekki lengur vera ógn við samborgara sína. Lífstíðardómnum yfir henni var því breytt í fimm ára skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×