Erlent

Biðja vesturlönd að styðja sjálfstæði Kosovo

Þórir Guðmundsson skrifar

Stjórn og stjórnarandstaða í Kosovo sameinuðust í dag í ákalli til vesturlanda að styðja sjálfstæði Kosovo. Mikil spenna er í héraðinu, en á morgun rennur út frestur til að skera úr um það hvort Kosovo fái sjálfstæði.

Af tveimur milljónum íbúa Kosovo eru tvö hundruð þúsund serbar, sem flestir eiga heima í norðanverðu Kosovo eða búa sem flóttamenn í Serbíu. Stjórnvöld í Kosovo segja að flóttamönnum sé frjálst að snúa aftur en að Serbar geti ekki haldið Kosovo í óvissu um alla eilífð.

Á vesturlöndum er víða mikill skilningur á því sjónarmiði að stjórnin í Belgrad hafi fyrirgert rétti sínum til að fara með málefni Kosovo, eftir framferði serbneska hersins fyrir átta árum, þegar herinn brenndi þorp Kosovo-albana og stökkti hundruðum þúsundum þeirra á flótta úr landinu.

Rússar standa gegn sjálfstæði Kosovo en Bandaríkjamenn eru því fylgjandi. Evrópusambandið varar Kosovomenn við að lýsa yfir sjálfstæði án þess að um það náist alþjóðlegt samkomulag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×