Erlent

Faldi lottóvinninginn fyrir konunni

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Bandarísk kona hefur farið í mál við eiginmann sinn eftir að hún leitaði að nafni hans á netinu og komst að því að hann hefði unnið 640 milljónir íslenskra króna í lottó.

Donnu Campbell fór að gruna ýmislegt þegar maður hennar fór allt í einu að slökkva á sjónvarpinu og taka símann úr sambandi. Bandaríska dagblaðið Miami Herald greinir frá því að póstkort um fasteignakaup hafi komið henni á bragðið.

Hún sló nafni mannsins síns inn í leitarvél á netinu og sá að hann var að fela frá henni allar milljónirnar. Það var reyndar hópur 17 flugvirkja sem vann lottóið saman. Hver og einn þeirra fær 18,5 milljónir króna í sinn hlut.

Frú Campell gekk að lokum á mann sinn með spurningunni; „Hefur þú einhverjar fréttir sem þú vilt deila með mér?"

Bruce Baldwin lögmaður konunnar segir eiginmanninn hafa í gegnum tíðina eytt peningum hjónanna í lottó og spilavíti, en hafi alltaf tapað; „Og nú vinnur hann loksins, og er að reyna að fela það frá konunni sinni. Það er frekar lélegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×