Erlent

Almenningssamgöngur liggja niðri í Frakklandi

Allar almenningssamgöngur liggja nú niðri í Frakklandi en starfsmenn járnbrauta og hópferðabifreiða lögðu niður vinnu í gærkvöldi.

Ástæða verkfallsins er fyrirhuguð skerðing Nicholas Sarkozy á lífeyrisgreiðlsum til opinberra starfsmanna sem hingað til hafa getað farið á eftirlaun um fimmtugt. Gríðarlegar umferðartafir hafa skapast vegna verkfallsins, sérstaklega í og við höfuðborgina, en umferðarteppan nær mörg hundruð kílómetra út fyrir borgina.

Talið er að verkfallið geti staðið yfir í nokkra daga en viðræður milli stéttarfélaga starfsmannanna og ríkisstjórnarinnar hófust á nýjan leik í morgun. Þá eru starfsmenn í gas- og rafmagnsveitunum einnig í verkfalli og segja stjórnmálaskýrendur að næstu dagar verði gríðarleg þolraun fyrir Sarkozy og ríkisstjórn hans en allt útlit er fyrir að kennarar og fleiri ríkisstarfsmenn bætist í hóp verkfallsmanna í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×