Erlent

Frakkar leggja niður vinnu

Starfsmenn frönsku járnbrautanna fóru í verkfall í gærkvöldi og er búist við gríðarlegum töfum af þeim völdum nú í morgunsárið þegar fólk heldur til vinnu sinnar. Verkfall er einnig hafið í gas- og rafmagnsveitunum segja stjórnmálaskýrendur að næstu dagar verði gríðarleg þolraun fyrir Nicholas Sarkozy og ríkisstjórn hans.

Allt útlit er fyrir að kennarar og fleiri ríkisstarfsmenn bætist í hóp verkfallsmanna í næstu viku. Ástæða verkfallsins er meðal annars sú fyrirætlan Sarkozy að skera niður lífeyrisgreiðslur til opinberra starfsmanna sem hingað til hafa getað farið á eftirlaun um fimmtugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×