Erlent

Amman hittir lestarstöðvarstúlkuna

Qian Xun Xue fékk fyrst nafnið Pumpkin eftir merki á fötum hennar.
Qian Xun Xue fékk fyrst nafnið Pumpkin eftir merki á fötum hennar. MYND/AFP

Kínversk amma stúlkunnar sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu í síðustu viku er komin til Nýja Sjálands til að sækja Qian Xun Xue og skipuleggja jarðaför dóttur sinnar. Xue Naiyin faðir stúlkunnar er grunaður um að hafa myrt móðurina og skilið stúlkuna eftir á lestarstöð í Melbourne í Ástralíu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli um heim allan.

Qian var sett tímabundið í fóstur í Ástralíu, en síðan flogið á heimaslóðir í Auckland á Nýja Sjálandi þar sem hún er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Liu Xiaoping amma stúlkunnar sagði að hún hefði farið frá Kína til að sækja jarðneskar leifar dóttur sinnar en það er hefð fyrir því í Kína að einstaklingar séu jarðsettir í heimabæ sínum. Fjölskylduvinur segir að látlaus jarðaför sé fyrirhuguð.

Á meðan Liu er á Nýja Sjálandi mun hún hitta hálfsystur barnabarns síns, Grace Xue. Hún er dóttir Xue af fyrra hjónabandi en hann yfirgaf hana í Auckland fyrir nokkrum árum. Grace er nú móður eins árs gamals drengs. Hún segir að ef amma stúlkunnar sé hentugur uppalandi muni hún ekki fara fram á að fá forsjá yfir systur sinni.

Fjöldi manns hefur óskað eftir því að ættleiða Qian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×