Erlent

Skemmtiferðaskip að sökkva nærri suðurskautinu

Björgunarsveitir frá Argentínu og Bandaríkjunum og breska strandgæslan reyna nú að bjarga rúmlega 150 manns af skemmtiferðaskipi sem er að sökkva nærri suðurskautinu. Frá þessu greindi breska strandgæslan fyrir stundu.

Svo virðist gat hafi komið á skipið en ekki liggur fyrir hvernig það gerðist. Talið er hugsanlegt að skipið hafi siglt á ísjaka með fyrrgreindum afleiðingum.

Allir farþegar eru þegar komnir í björgunarbáta og eru skip á leiðinni á vettvang, þar á meðal annað skemmtiferðaskip sem á að vera komið á staðinn eftir einn og hálfan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×