Erlent

Pútín styður Medvedev til forsetaframboðs

Vladímír Pútín Rússlandsforseti og hugsanlegur eftir maður hans, Dmítrí Medvedev, ræðast við.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti og hugsanlegur eftir maður hans, Dmítrí Medvedev, ræðast við. MYND/AP

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir stuðningi við Dmítrí Medvedev varaforsætisráðherra sem næsta forseta landsins.

„Ég hef þekkt hann vel í yfir 17 ár og ég styð fullkomlega tillögu um framboð hans," hefur Itar-Tass fréttastofan eftir Pútín sem hitti forvígismenn flokks síns, Sameinaðs Rússland, í dag.

Fram hefur komið að forsetaframbjóðandi Sameinaðs Rússlands verði valinn á flokksþingi í næstu viku en fastlega er búist við að sá sem verði fyrir valinu verði næsti forseti Rússlands enda hefur flokkurinn yfirburðastöðu í rússneskum stjórnmálum.

Seinna kjörtímabili Pútíns í forsetaembætti lýkur á næsta ári en gengið verður til forsetakosninga í Rússlandi í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×