Erlent

Breska stjórnin ver sparifjáreigendur

Breska stjórnin hefur heitið sparifjáreigendum því að þeir muni ekki tapa innistæðum sínum hjá Northern Rock, bankanum sem hefur staðið tæpt undanfarna daga.

Biðraðir fyrir utan bankann minnkuðu eitthvað í dag en hurfu þó ekki. Hins vegar hækkaði verð á hlutum í bankanum, en það hrundi í síðustu viku.

Bankinn er einn af stærstu íbúðalánveitendum Bretlands og hefur orðið illilega fyrir barðinu á óstöðugleika í þeim geira undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×