Erlent

Þriðji maðurinn handtekinn í Simpson málinu

O.J. Simpson á lögreglustöð í Las Vegas eftir handtökuna á sunnudag.
O.J. Simpson á lögreglustöð í Las Vegas eftir handtökuna á sunnudag. MYND/AFP

Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag í tengslum við vopnað rán sem framið var á hótelherbergi í borginni á fimmtudag. O.J. Simpson var handtekinn í fyrrakvöld fyrir meinta aðild að ráninu á The Palace Station hótelinu.

Clarence Stewart var ákærður í sex liðum, meðal annars fyrir rán, árás, þjófnað og samsæri. Áður hafði lögregla handtekið Walter Alexander. Ákæruliðir yfir honum eru í svipuðum dúr.

Simpson mun mæta fyrir rétt vegna málsins Í Las Vegas á morgun. Þá verður ákveðið hvort honum verður haldið lengur í fangelsi, en hann hefur setið þar án möguleika á lausn gegn tryggingu síðan á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×