Erlent

Óttast um móður lestarstöðvar-stúlkunnar

Áður en borin voru kennsl á Qian Xun Xue var hún nefnd Pumpkin.
Áður en borin voru kennsl á Qian Xun Xue var hún nefnd Pumpkin.

Lögregla í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum leitar nú foreldra þriggja ára stúlku sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu á laugardag. Talið er að faðir Qian Xun Xue hafi skilið hana eftir á lestarstöðinni í Melbourne áður en hann flúði til Bandaríkjanna.

Óttast er um móður stúlkunnar sem hefur ekki sést síðan 10. september. Bíll konunnar sem er kínversk fannst við flugvöllin í Auckland á Nýja Sjálandi í gær.

Fréttavefur BBC hefur eftir yfirmanni lögreglunnar að lögreglan hefði haft afskipti af fjölskyldunni vegna heimilisofbeldis á síðasta ári. Hún telur einkennilegt að konan hafi ekki haft samband vegna dóttur sinnar. Alþjóðalögreglan Interpol tekur þátt í leitinni. Leitað hefur verið á fjórum heimilum í Ástralíu, þar á meðal á heimili fjölskyldunnar í Auckland.

Stúlkan fannst ein og grátandi á Southern Cross lestarstöðinni í Melbourne og var í fyrstu nefnd Pumpkin eftir merki á fötum hennar.

Öryggismyndavélar sýna Herra Xue, föður stúlkunnar, labba frá henni á lestarpalli með ferðatösku í eftirdragi. Hann flúði til Los Angeles.

Xue er útgefandi kínverskra tímarita og hafði búið á Nýja Sjálandi í 10 ár. Hann kom til Ástralíu með dóttur sinni frá Auckland í Nýja Sjálandi á Fimmtudag.

Stúlkan er nú í umsjá fósturfjölskyldu í Victoriu. Hún var niðurbrotin í fyrstu og spurði í sífellu um mömmu sína, en hefur jafnað sig að einhverju leiti. Þar verður hún í minnsta kosti í þrjár vikur á meðan leit að foreldrum hennar stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×