Erlent

G8 funda um gróðurhúsaáhrif

AP

Umhverfisráðherrar G8, átta stærstu iðnríkja heims funda nú í Potsdam í Þýskalandi. Helstu umræðuefni fundarins eru fjölbreytni lífríkisins og hættur sem að henni steðja og loftslagsbreytingar af manna völdum. Þýskaland situr nú í forsæti bæði G8 og Evrópusambandsins, en ESB ákvað í síðustu viku að ráðast í aðgerðir til að hefta hlýnun loftslags. Þjóðverjar vonast nú til þess að því fordæmi muni löndin í G8 fylgja. Þá hefur ráðherrum frá Kína, Indlandi, Brasilíu, Mexíkó og Suður-Afríku verið boðið að sitja fundinn en þessi lönd gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×