Erlent

Tveir milljarðar músa gera innrás í Kína

Bæjarfélög í kringum stórt vatn í miðhluta Kína hafa þurft að kljást við tvo milljarða músa eftir að flóð neyddu þær til þess að yfirgefa eyjur sem þær voru á í vatninu.

Innrásin hófst þann 23. júní þegar Gula fljótið flæddi yfir bakka sína og hækkaði yfirborðið í Dongting vatni. 22 sýslur liggja að vatninu og ráðast nú á uppskeru bænda í þeim. Yfirvöld á svæðunum reyna nú að byggja veggi og grafa skurði til þess að halda músunum frá ökrum og bæjum.

Þegar hafa fleiri en 2,3 milljónir músa látið lífið, eða sem nemur 90 tonnum of músum. Íbúarnir nota kylfur og skóflur til þess að drepa þær. Þá hefur líka verið notast við net til þess að koma í veg fyrir að þær komist upp úr vatninu.

Búist er við því að vandamálið eigi eftir að vaxa þar sem frekari flóðum er spáð í Gula fljótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×