Erlent

Finnsk börn í miklu áfalli eftir skotárás

Gunnþóra Hafsteinsdóttir sem kennir í grennd við Jokela-menntaskólann segir finnsk börn í miklu áfalli eftir að átján ára gamall piltur skaut átta manns til bana í skotárás í gær. Hún segir erfitt að horfast í augu við það sem hefur gerst.

„Þau eru náttúrulega búin að vera mjög sorgmædd börnin í dag. Við ræddum málin í gær, strax þegar þetta gerðist og börnunum var ekki hleypt heim. Svo var þetta rætt í morgun líka," sagði Gunnþóra í samtali við Bryndísi Hólm, fréttamann Stöðvar 2.

Gunnþóra segir þó að góð áfallahjálp sé í skólanum þar sem hún kenni og plön til um það hvernig bregðast eigi við svona aðstæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×