Erlent

Musharraf tilkynnir kosningar í febrúar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Pervez Musharraf hefur verið harðlega gagnrýndur af Vesturlöndum fyrir að setja á neyðarlög.
Pervez Musharraf hefur verið harðlega gagnrýndur af Vesturlöndum fyrir að setja á neyðarlög.
Pervez Musharraf forseti Pakistan tilkynnti í dag að hann myndi halda kosningar í landinu fyrir 15. febrúar næstkomandi samkvæmt heimildum ríkissjónvarps landsins. Musharraf hefur verið undir þrýstingi að halda sig við upphaflega tímasetningu kosninganna í janúar frá því hann setti á neyðarlög síðasta laugardag.

 

Forsetinn sagðist hafa sett herlög í landinu af öryggisástæðum vegna ofbeldis uppreisnarmanna og óstjórnar í dómskerfinu.

 

George Bush Bandaríkjaforseti hefur rætt við Musharraf og hvatt hann til að halda kosningar fyrr en áætlað var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×