Erlent

Uppreisnarmenn sprengja upp brú nærri Bagdad

MYND/AP

Uppreisnarmenn í Írak sprengdu í dag upp brú nærri Bagdad sem Bandaríkjaher notar en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi særst eða látist í tilræðinu. Svo virðist sem um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða.

Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu í Bagdad að hugsanlega séu hermenn fastir undir brúnni en hluti hennar hrundi við sprenginguna. Uppreisnarmenn hafa áður beint spjótum sínum að samgönguæðum í borginni því í apríl síðastliðnum voru gerðar tvær árásir á brýr í Bagdad. Þar léstust fimmtán manns og á fjórða tug særðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×