Erlent

Madeleine Svíaprinsessa 25 ára í dag

MYND/AP

Fjöldi fólks kom saman við konungshöllina í Stokkhólmi í dag til þess að samgleðjast með Madeleine Svíaprinsessu sem fagnaði 25 ára afmæli sínu.

Mikið húllumhæ var fyrir utan konungshöllina og lét afmælisbarnið sig ekki vanta og tók við hamingjuóskum og blómum frá konungshollum Svíum. Með Madeleine var öll fjölskylda hennar en hún mun í kvöld snæða með henni afmæliskvöldverð.

Madeleine er yngsta barn Silvíu drottningar og Karls Gústafs Svíakonungs og því þriðja í erfðaröðinni á eftir Viktoríu krónprinsessu og Karli Filipp prinsi. Hún býr nú í New York þar sem hún vinnur fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×