Erlent

Powell: Ég myndi loka Guantánamo í strax í dag

MYND/Reuters

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að Bandaríkjastjórn loki fangabúðunum við Gunatánamo-flóa hið fyrsta. „Ef ég fengi að ráða myndi ég loka búðunum strax í eftirmiðdaginn," sagði Powell í þættinum Meet the Press á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag.

Deilur um fangabúðirnar hafa staðið nánast frá því að þær voru opnaðar eftir innrás Bandaríkjamanna í Afganistan árið 2001. Um 380 manns er enn haldið þar. Sérstökum dómstól var komið þar á sem fjalla á um mál mannanna sem Bandaríkjastjórn hefur kallað óvinastríðsmenn svo ekki þurfi að rétta yfir þeim innan hins hefðbundna réttarkerfis Bandaríkjanna.

Powell, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fyrra kjörtímabili Bush forseta, sagði hins vegar að flytja ætti mennina til Bandaríkjanna og rétta yfir þeim þar. „Við höfum raskað trú heimsins á dómskerfið í Bandaríkjunum með því að hafa Guantánamo-búðirnar opnar. Við þurfum þess ekki og skaðinn af þeim er mun meiri en gagnið," sagði Powell enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×