Erlent

Þráðlaust net í Mexíkóborg

Þráðlaus nettenging verður lögð í Mexíkóborg á næsta ári. Marcelo Ebrard borgarstjóri tilkynnti íbúum þetta á mánudaginn. Með tengingunni, sem jafnframt verður ókeypis, skýtur þessi fátæka borg öðrum iðnvæddari borgum ref fyrir rass.

„Þetta er stórt stökk í tæknivæðingu borgarinnar" segir Ebrard um verkefnið sem er tilkomið vegna mikils öryggisátaks í borginni. Verið er að koma upp um 4000 öryggismyndavélum og þótti það hagkvæmara að hafa þær þráðlausar og netvæddar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×