Erlent

Fogh boðar nýja Evrópustefnu

Anders Fogh Rasmussen, t.h., ásamt gestgjafanum Jose Socrates í Lissabon. F
Anders Fogh Rasmussen, t.h., ásamt gestgjafanum Jose Socrates í Lissabon. F
Nú þegar Evrópusambandið hefur fengið uppfærðan sáttmála um stjórnskipan sína hyggst danska ríkisstjórnin efna til nýrrar þverpólitískrar sáttar um Evrópustefnu Danmerkur. Þessu hét Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra er hann hélt heim á leið af leiðtogafundi ESB í Lissabon í gær.

Allt frá því Danir felldu Maastricht-sáttmálann í þjóðar­atkvæðagreiðslu árið 1992 hafa þeir haft undanþágur frá þátttöku í vissum þáttum ESB-samstarfsins, sem ríkisstjórninni hefur lengi þótt vera orðnar tímaskekkja. Innleið­ingu nýja ESB-sáttmálans vill Fogh Rasmussen nú nýta sem tilefni til að endurskoða Evrópustefnuna í samráði við alla flokka. - aa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×