Enski boltinn

Beckham kominn í enska landsliðshópinn á ný

David Beckham er kominn aftur í enska landsliðshópinn
David Beckham er kominn aftur í enska landsliðshópinn

Steve McClaren landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem mætir Brasilíumönnum um næstu mánaðamót og spilar svo við Eista í undankeppni EM nokkrum dögum síðar. Mesta athygli vekur að hann kallaði David Beckham aftur inn í landsliðið eftir árs fjarveru.

McClaren valdi einnig Michael Owen í liðið á ný, en hann átti þokkalega endurkomu í landsliðið með því að spila fyrir B-lið Englands í sigri á Albaníu í gær 3-1. Hér er um að ræða 26-manna hóp og í honum er einnig að finna Nickey Shorey frá Reading, David Bentley frá Blackburn og Joe Cole frá Chelsea. Þá var Aaron Lennon frá Tottenham einnig valinn í hópinn þrátt fyrir að verða fyrir meiðslum strax í upphafi leiksins gegn Albönum í gær.

Hópur Englands:

Markverðir: Robinson (Tottenham), Carson (Liverpool), Green (West Ham).

Varnarmenn: P Neville (Everton), R Ferdinand (Man Utd), Terry (Chelsea), Bridge (Chelsea), Brown (Man Utd), Carragher (Liverpool), Dawson (Tottenham), King (Tottenham), Shorey (Reading).

Miðjumenn: Beckham (Real Madrid), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), J Cole (Chelsea), Lennon (Tottenham), Bentley (Blackburn), Carrick (Man Utd), Lampard (Chelsea), Downing (Middlesbrough), Dyer (Newcastle).

Framherjar: Crouch (Liverpool), Owen (Newcastle), Smith (Man Utd), Defoe (Tottenham).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×