Erlent

Reyndist á lífi fimm árum eftir dánardaginn

MYND/Reuters

Maður sem lenti í kanóslysi fyrir fimm árum og var talinn látinn dúkkaði upp á lögreglustöð um helgina.

Breskir miðlar greina frá því að John Darwin, tveggja barna faðir í Hartlepool, hafi árið 2002 ekki skilað sér til vinnu og var því farið að leita hans. Brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool og því töldu björgunarmenn að hann hefði farist.

Hins vegar gekk Darwin inn á lögreglustöð í Lundúnum á laugardag og var hinn hressasti. Enn er hins vegar allt á huldu um það hvar Darwin hélt sig síðustu fimm árin. Breskir miðlar greina frá því að kona hans hafi flutt til Panama en lögregla er enn að yfirheyra Darwin vegna málsins.

Faðir Darwins, sem er á tíræðisraldri, segist hins vegar alltaf hafa trúað því að sonur sinn væri á lífi en hann telur að sonur sinn hafi þjáðst af minnisleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×