Erlent

Chavez tapaði naumlega í Venesúela

Hugo Chavez beið lægri hlut í kosningunum í Vensúela um helgina en umdeildar breytingar hans á stjórnarskránni voru felldar með naumum meirihluta atkvæðá. 51% voru á móti en 49% meðmætlir tillögum forsetans.

Meðal þess sem kosið var um var hvort forseti landsins gæti boðið sig fram endalaust og hvort afnema ætti sjálfstæði seðlabanka landsins. Tap forsetans þýðir væntanlega að hann verður að láta af embættinu þegar kjörtímabili hans lýkur eftir fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×