Erlent

Enn eitt gin- og klaufaveikismit á Englandi

Smitið greindist innan þess sóttvarnarsvæðis sem sett var upp í síðustu viku.
Smitið greindist innan þess sóttvarnarsvæðis sem sett var upp í síðustu viku. MYND/AFP

Nýtt gin- og klaufaveikismit greindist á sauðfjárbúi í suðurhluta Englands í dag. Búið er fyrir innan það varnarsvæði sem sett var upp í síðustu viku. Bresk yfirvöld hafa þegar fyrirskipað að allt sauðfé á búinu verði skorið niður.

Gin- og klaufaveiki greindist á nautgripabúi á Englandi í síðustu viku. Búið er skammt frá þeim stað þar sem veikin greindist í síðasta mánuði. Fyrri smit voru rakin til leka frá rannsóknarstofu þar sem veiran sem veldur sjúkdóminum var notuð til rannsókna. Ekki er þó vitað hvort veikin sem greinist nú eigi einnig rætur að rekja til sömu rannsóknarstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×