Erlent

Ótti um öryggi lággjaldaflugfélaga

Embættismenn skoða flak vélarinnar í Phuket. Slysið er versta flugslys í Taílandi í áratug.
Embættismenn skoða flak vélarinnar í Phuket. Slysið er versta flugslys í Taílandi í áratug. MYND/AFP

Flugslysið í Phuket í Taílandi í gær sem kostaði 88 manns lífið hefur vakið spurningar um hvort kostnaður lággjaldaflugfélaga gæti verið of mikill fyrir þau.

Hlutabréf í Malasíska lággjaldafélaginu AirAsia, sem var hið fyrsta sinnar tegundar í Asíu, féllu í dag um rúmlega tvö og hálft prósent vegna ótta um öryggi lággjaldaflugfélaga.

MD-82 flugfél One-Two-GO flugfélagsins var með 123

farþega innanborðs auk sjö manna áhafnar þegar hún fórst. Vélin var að koma frá Bangkok í Taílandi til Phuket og rann til á flugbrautinni. 88 létust, þar af 55 erlendir ferðamenn. Flestir þeirra voru frá Ástralíu og Frakklandi. Þrír þeirra sem komust lífs af eru á gjörgæsludeild en aðrir sem slösuðust eru á mismunandi sjúkrahúsum á eynni.

Nú er verið að skoða upplýsingar úr tveimur svörtum kössum vélarinnar hjá flugmálayfirvöldum í Taílandi. Vélin er tveggja hreyfla og tekur allt að 172 farþega.

MD-80 sería Douglas flugvélaframleiðandans voru þróaðar á áttunda og níunda áratugnum. Framleiðslu þeirra var hætt árið 1999. Vélarnar eru enn í notkun hjá Austrian Airlines, Japan Air System og China Eastern Airlines. Sum félaganna hafa þó tekið eldri árgerðir úr notkun á síðustu árum.

Flugslysið í Phuket gæti fælt ferðamenn frá lággjaldaflugfélögum vegna ótta um öryggi þeirra.

Í janúar fór vél indónesíska lággjaldaflugfélagsins Adam Air í sjóinn með 102 farþega um borð og mánuði seinna fórst önnur vél félagsins í Surabaya.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×