Erlent

Danskur starfsmaður SÞ lést í Alsír

Danskur starfsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum er meðal þeirra sem fórust í sprengjutilræðum í Algeirsborg í Alsír í morgun. Þetta upplýsti Lars Thuesen, deildarstjóri í danska utanríkisráðuneytinu í gær.

Talið er að hátt í sjötíu manns hafi látið lífið í sprengjutilræðunum og er að minnsta kosti þrettán saknað. Yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir ljóst að hryðjuverkunum hafi verið beint að starfsfólki Sameinuðu þjóðanna. Talið er næsta víst að Al Kaída deild í Norður-Afríku hafi staðið fyrir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×