Erlent

Dómari bannar nýjan flokk Baska

Þjóðernissinnuðum Böskum hefur verið bannað að stofna nýjan stjórnmálaflokk á Spáni. Dómari kvað upp þann úrskurð að nýi flokkurinn væri ekkert annað en leppur fyrir bannaða stjórnmálaflokkinn Batasuna. Til stóð að stofnsetja nýja flokkinn formalega í dag.

Stuðningsmenn hans segjast engu að síður ætla að halda baráttufund og stofna flokkinn og munu virða úrskurð dómarans að vettugi. Þeir segja úrskurðin aðför að fresli borgaranna. Batasuna-flokkurinn er bannaður á Spáni vegna tengsla hans við ETA-skæruliðasamtökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×