Erlent

Feðgina saknað eftir að ferja strandaði

AFP

Franskra feðgina er saknað eftir að stórt skemmtiferðaskip strandaði við grísku eyjuna Santorini í nótt. Sextán hundruð manns voru um borð í skipinu. Farþegar og áhöfn voru þegar í stað flutt í annað skip, en fljótlega kom í ljós að tvo farþega vantaði, Fjörutíu og fimm ára franskan karlmann og dóttur hans. Eiginkonu mannsins og syni var hins vegar báðum bjargað. Ferðamálaráðherra Grikklands segir að þeim sem beri ábyrgðina á slysinu verði refsað harkalega fyrir atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×