Erlent

Fyrrverandi Guantanamo fangar handteknir í Bretlandi

Mennirnir voru fangar í Guantanamo, nærri Kúbu.
Mennirnir voru fangar í Guantanamo, nærri Kúbu.

Bresk stjórnvöld handtóku í dag þrjá fyrrverandi fanga úr Guantanamo fangabúðunum við komuna til Bretlands. Mennirnir, sem eru breskir ríkisborgarar, voru leystir úr haldi í dag, eftir fjögurra og hálfs árs fangelsi í Guantanamo.

Tveir þeirra, Omar Deghayes og Abdenour Samuer, voru handteknir á Luton flugvelli á grundvelli hryðjuverkalaga og eru við yfirheyrslur á Paddington Green. Þriðji maðurinn, Jamil el-Banna, er í haldi á lögreglustöð í Luton á grundvelli sömu laga. Bresk stjórnvöld segja að skoða eigi stöðu þeirra sem innflytjenda.

Fjórði maðurinn Shaker Abdur-Raheem Aamer hélt til fæðingarlands síns, Sádí Arabíu, eftir að hann var leystur úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×