Erlent

Yasuo Fukuda verður forsætisráðherra Japans

Þórir Guðmundsson skrifar
Stjórnarflokkurinn í Japan kaus í dag Yasuo Fukuda sem formann flokksins, sem þýðir að hann verður forsætisráðherra Japans.

Fukuda er 71 árs, sonur fyrrverandi forsætisráðherra Japans og er talinn miðjumaður í flokknum. Hann hefur verið talsmaður nánari tengsla við önnur Asíuríki.

Fráfarandi forsætisráðherra, Shinzo Abe, baðst í dag afsökunar á því að hafa sagt af sér jafn skyndilega og raun bar vitni. Fukuda verður væntanlega settur í embætti forsætisráðherra á þriðjudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×