Erlent

Vatnflóð ógna Afríkuríkjum

Hjálparstofnanir segja að mikillar aðstoðar sé þörf á flóðasvæðum í Afríku, þar sem ein og hálf milljón manna í átján löndum hafa orðið fyrir búsifjum. Talsmaður Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að óvenjulegt sé að flóð nái svona vítt og breitt um álfuna, yfir hana þvera frá austri til vesturs.

Í Súdan hefur hálf milljón manna orðið fyrir vatnsaganum, þrjú hundruð þúsund í Úganda og jafn margir í Eþíópíu. Vitað er um 250 sem hafa látið lífið í flóðunum og 650 þúsund hafa misst heimili sín.

Rauði krossinn segir að umfangsmikið hjálparstarf þurfi til að bjarga mannslífum og til að aðstoða fólk við að koma undir sig fótunum á ný þegar flóðin sjatna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×