Erlent

Tugir falla í hörðum átökum á Filippseyjum

Hermenn á eftirlitsferð á eyjunni Jolo.
Hermenn á eftirlitsferð á eyjunni Jolo. MYND/AFP

Fjörtíu og tveir féllu í átökum milli stjórnarhers og herskárra múslima á eyjunni Jolo á Filippseyjum í morgun. Átökin blossuðu upp í gær þegar tíu hermenn féllu í skyndiárás.

Í morgun kom aftur til skotbardaga með þeim afleiðingum að 15 hermenn féllu og 27 herskáir múslimar. Hópar uppreisnarmanna hafast við í fjalllendi á eyjunni Jolo og hafa þaðan gert út fjölmargar hryðjuverkaárásir á íbúa Filippseyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×