Erlent

Tuttugu og fimm falla í átökum í Afganistan

Hermenn í Afganistan.
Hermenn í Afganistan. MYND/AFP

Tuttugu og fimm liðsmenn Talibana féllu þegar til átaka kom milli þeirra og bandarískra hermanna í suðurhluta Afganistan í morgun. Þá féllu fjórir afganskir lögregluþjónar í sprengjuárás.

Átökin áttu sér stað í Deh Rawud og Uruzgan héruðunum í suðurhluta Afganistan. Bandarísku hermennirnir fengu stuðning frá afgönsku lögreglunni. Tuttugu Talibanar féllu í átökunum í Deh Rawud og aðrir fimm í Uruzgan.

Þá var gerð sjálfsmorðssprengjuárás á bílalest ítalskra hermanna í suðvesturhluta Afganistan í morgun. Árásarmaðurinn sprengdi sjálfan sig í loft upp án þess að valda skaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×