Erlent

Mikil snjókoma í Austurríki veldur umferðaröngþveiti

MYND/AFP

Þúsundir manna sátu fastir í bifreiðum sínum á hraðbrautum í Austurríki í nótt vegna mikillar snjókomu. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að koma fólkinu til hjálpar.

Á hraðbrautinni skammt frá Vín, höfuðborg landsins, kom til mikils umferðaröngþveitis í gær eftir að vörubíll rann til í hálkunni og lenti á hliðinni. Fyrir vikið stöðvaðist öll umferð á hraðbrautinni og ekki var hægt að opna hana á ný fyrr en undir morgun. Björgunarsveitir voru kallaðar út til aðstoða fólk og færa þeim mat og hlífðarföt.

Mikil snjókoma var í Austurríki í gær og féll um 50 sentimetra snjór í sumum héruðum. Er þetta ein mesta snjókoma í Austurríki á þessum árstíma í yfir hálfa öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×