Erlent

Lögreglumaðurinn á Ítalíu kærður fyrir morð

Lögreglumaðurinn sem varð ítölskum fótboltaáhugamanni að bana í síðustu viku verður að öllum líkindum ákærður fyrir morð. Maðurinn lést þegar kom til átaka á milli tveggja hópa fótboltaáhugamanna á leið á leik í Ítölsku deildinni.

Lögreglan segir að um slys hafi verið að ræða og að lögreglumaðurinn hafi ætlað að skjóta viðvörunarskoti til þess að róa mannfjöldann. Ítalskur saksóknari segist ekki fallast á það því ekkert tilefni hafi verið til þess að grípa til byssunar. Þá segja vitni að lögreglumaðurinn hafi greinilega miðað byssunni að manninum í axlarhæð en ekki upp í loftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×