Erlent

Vilja taka harðar á einelti á netinu

Yfirvöld í Bretlandi hvetja skóla í landinu til að taka harðar á nemendum sem leggja önnur börn í einelti gegnum net og farsíma.

Meira en þriðjungur unglinga í Bretlandi hefur orðið fyrir einhverskonar einelti á netinu, eftir því sem fram kemur í rannsókn stjórnvalda.

Þau segja að einelti hafi aukist og breyst með nýrri tækni, og þjóðfélagsbreytingum. Þeim tilmælum er því beint til skóla að þeir geri síma misgjörðamannanna upptæka og fjarlægi dónalegar athugasemdir af vefsíðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×