Erlent

Nýr olíu- og orkumálaráðherra í Noregi

Það urðu hræringar í rauðgræna bandalaginu hjá Jens Stoltenberg í morgun.
Það urðu hræringar í rauðgræna bandalaginu hjá Jens Stoltenberg í morgun. MYND/Hari

Olíu- og orkumálaráðherra Noregs,Odd Roger Enoksen, hefur sagt af sér og Áslaug Haga, flokkssystir hans, tekur við. Frá þessu var greint á blaðamannafundi sem Jens Stoltenberg forsætisráðherra boðaði til í morgun.

Að sögn Stoltenbergs óskaði Enoksen sjálfur eftir að hætta og gerði hann það af persónulegum ástæðum. Enoksen sagðist sáttur við ákvörðunina en hann hefði verið í eldlínu stjórnmálanna í 14 ár.

Búist hafði verið við því að Enoksen myndi hverfa á braut úr ríkisstjórninni svo Áslaug Haga, leiðtogi Miðjuflokksins, gæti tekið við sem olíu- og orkumálaráðherra en það eitt af stærstu ráðherraembættum Noregs. Haga var áður ráðherra sveitarstjórnarmála en við því embætti tekur Magnhild Meltveit Kleppa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×